!! ATH !! ATH !! ATH !!

Ágæta skólasamfélag.
Nú er aftur farið að bera á því að einhverjir hafa losað dekk á reiðhjólum nemenda sem hafa verið læst hér við skólann.  Við getum ekki lagt nógu mikla áherslu á hversu alvarlegt það er að eiga við annarra manna eigur með þessum hætti og mjög alvarleg og hættuleg slys hafa hlotist vegna þessa!!
Við biðjum fólk að taka umræðuna við börnin sín um afleiðingar og hættuna við þetta athæfi – hjól eiga að vera í friði við skólann.
Við biðlum líka til barnanna að skoða hjólin sín vel áður en þau fara af stað og athugi hvort ekki sé örugglega allt í lagi.

 

Posted in Fréttaflokkur.