Góðgerðardagur Kársnesskóla er fjáröflunarverkefni – börn fyrir börn.

Góðgerðardagur Kársnesskóla var haldinn með pompi og prakt þann 23. maí 2024. Það er árlegur viðburður í samstarfi við foreldrafélag Kársnesskóla á vorhátíð skólans. Nemendur fá með honum tækifæri til að taka þátt í raunverulegu verkefni sem skiptir máli í samfélaginu og samfélagi þjóðanna og noti sköpunarkraft sinn til að láta gott af sér leiða. Að þessu sinni var safnað fyrir  SOS Barnaþorpin – Neyð á Gaza.

Nemendur í 7. bekk kusu með lýðræðislegum hætti eftir að hafa fengið kynningu á nokkrum hjálparstofnunum sem hafa börn í forgrunni sinnar starfsemi. Val nemenda var viðbúið þar sem fréttir af hörmungunum í Palsestínu hafa verið ofarlega í hugum nemenda sem og annarra. Við færðum SOS Barnaþorpum afrakstur söfnunar Góðgerðardags Kársnesskóla 2024.  Í ár safnaðist hærri upphæð en nokkru sinni áður, skólasamfélagið lagði allt hönd á plóg og safnaðist kr. 1.052.883.

Það er ósk okkar að upphæðin nýtist vel og styrki þeirra góða starf.

Posted in Fréttaflokkur.