Upplýsingar til foreldra verðandi nemenda í 1. bekk

-Að vori-

Nemendur koma í tvær heimsóknir í skólann áður en hin eiginlega skólaganga hefst, Skólastjórn, kennarar 1. bekkja og leikskólakennarar skipuleggja þessar heimsóknir. Í fyrri heimsókninni tekur deildarstjóri yngsta stigsi á móti leikskólanemum og kennurum þeirra og sýnir þeim skólann. Nemendur leikskólanna svo og allir verðandi nemendur eru boðaðir í seinni heimsóknina til að hitta nemendur og kennara fyrstu bekkja grunnskólans ásamt kennurum sínum eða foreldrum.

Nemendur
Kennarar grunnskólans boða börnin í samráði við leikskólakennara og ráða stærð hópanna sem boðaðir eru og þeirri dagskrá sem boðið er upp á.
Skólastjórn nýtur aðstoðar skólaritara við boðun nemenda sem ekki eru í leikskólum í vesturbæ Kópavogs.
Heimsóknin taki tvær kennslustundir.
Foreldrar
Gefið er út fréttabréf fyrir foreldra verðandi 1. bekkinga með upplýsingum um skólann, Dægradvöl og hvað framundan er í skólastarfinu. Foreldrar eru síðan boðaðir á fund í lok maí þar sem fram fer stutt kynning á skólanum og hann síðan skoðaður.

-Að hausti-

Nemendur
Í ágúst, í byrjun nýs skólaárs, eru nemendur og foreldrar þeirra boðaðir símleiðis eða bréflega í viðtal við bekkjarkennara.
Í viðtalinu reynir kennari að gera sér grein fyrir námslegri stöðu barnsins og skólaþroska og barnið fær að hitta kennarann sinn í eigin persónu.
Nemendur fara í heimsókn í gamla leikskólann sinn í október.
Foreldrar
Vinnum saman, skólafærninámskeið fyrir foreldra 6 ára barna í Kársnesskóla.
Í lok námskeiðs er námskynning þar sem umsjónarkennarar kynna námsefni og starf vetrarins í kennslustofum hverrar bekkjardeildar.