Sálfræðingur

Við Kársnesskóla starfar sálfræðingur sem vinnur greiningar og ráðgjafarstörf. Viðvera sálfræðings í skólanum er á miðvikudögum og föstudögum skólaárið 2018-2019.   Skólasálfræðingur er Erlendur Egilsson.

Ef óskað er eftir aðstoð sálfræðings, sækir skólinn um fyrir barnið. Umsjónarkennari gerir það í samráði við forráðamenn barnsins. Umsóknin fer fyrir nemendaverndarráð sem tekur ákvörðun um hvort vísa eigi málinu til sálfræðings. Ávallt skal liggja fyrir skriflegt samþykki forráðamanna áður en afskipti sálfræðings hefjast um málefni barnsins.

Erlendur útskrifaðist sem sálfræðingur frá Árósarháskóla árið 2010 og hóf störf sem slíkur sama ár á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH). Hann starfaði fyrst um sinn á göngudeild Barna- & unglingageðdeildar LSH og færði sig svo yfir á Barnaspítla Hringsins.
Hvað rannsóknarstarf varðar hefur Erlendur sinnt rannsóknum á þroska- & hegðunarrannsóknum, s.s. einhverfurófsröskunum og í doktorsnámi sínu skoðað virkni snjallsímalausnar við ofþyngd og offitu hjá börnum. Erlendur hefur undanfarin ár verið þróunarstjóri fyrir sænsk-íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið SidekickHealth samhliða rannsóknarstörfum.
Hann hefur unnið með afreksíþróttafólki í störfum fyrir Íþrótta – & ólympíusamband Íslands, Íþróttasamband fatlaðra og sjálfsstætt starfandi sálfræðingur. Erlendur hefur sinnt sálfræðiþjónustu fyrir hópíþróttalið efstu deilda, landslið og einstaklingsíþróttafólk í fremstu röð ýmissa íþróttagreina.  Sem sjálfsstætt starfandi sálfræðingur sérhæfir hann sig í þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra auk þjónustu við afreksíþróttafólk á öllum aldri.