Um skólann

Um Kársnesskóla
Kársnesskóli er að hefja sitt sautjánda skólaár eftir sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001. Í dag eru rétt tæplega 600 nemendur í 19 bekkjardeildum og þar af telja fimm árgangar eina stóra bekkjardeild þar sem hverri þeirra er skipt upp í 2 – 3 hópa. Starfsmenn eru rétt um 100, þar af eru kennarar tæplega 60 talsins. Starfsemi skólans er á þremur stöðum:

● v/Vallargerði: 1. og 2. bekkur og 8. – 10. bekkir í skólabyggingunni og 3. – 7. bekkir í lausum kennslustofum á Vallargerðisvelli. Frístund er jafnframt með aðstöðu í lausum kennslustofum á vellinum.

● v/Holtagerði er íþróttahús.

● v/Borgarholtsbraut er Sundlaug Kópavogs

Gildi Kársnesskóla eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja og hefur starfsfólk það að meginmarkmiði að útskrifa ánægða og vel menntaða nemendur með sterka sjálfsmynd sem eru tilbúnir til að takast á við lífið.

Skólabyggingin er opin frá kl. 7:45 alla morgna og lausar kennslustofur frá kl. 8:00.
Skrifstofa skólans er opin:
mánudaga – fimmtudaga frá kl. 7:45 – 15:30
föstudaga frá kl. 7:45 – 14:30