Útikennsla

Í ágúst 2007 fóru nokkrir kennarar í Kársnesskóla á námsstefnu um vettvangsnám og útikennslu. Í kjölfarið var útikennsla sett á stundaskrá nemenda 1. bekkja Kársnesskóla þann vetur, 2 tíma á viku.Útikennsluteymi á yngsta stigi eru umsjónarkennarar og smíða- og heimilisfræðikennari. Reynslan vargóð og veturinn 2008-9 er útikennsla á stundaskrá 1. og 2. bekkja. Umhverfi skólans erútikennslustofan okkar sem og fjaran og Borgarholtið.

Í útikennslu fer nám fram í gegnum útiveru og leik. Margar hugmyndir útikennslu eru komnar fráskátahreyfingunni þar sem samspil manns og náttúru er í fyrirrúmi. Hægt er að nýta umhverfið tilkennslu í nánast öllum greinum og áhersla er lögð á tengsl við grenndarsamfélagið. Útikennsla býðurupp á aðra og fjölbreyttari nálgun í kennsluháttum en hefðbundin kennslustofa, upplifun sem reynirá öll skilningarvitin.


Helstu markmið eru að nemendur:
– kynnist sínu nánasta umhverfi s.s. skólalóð, fjöru og Borgarholti
– læri að klæða sig eftir veðri
– verði meðvitaðri um náttúruna og læri að njóta hennar
– tengist sínu nánasta umhverfi og læri að bera virðingu fyrir því
– efli hnattræna sýn, t.d. með fræðslu um endurvinnslu
– efli líkamlegt heilbrigði

Reynt hefur verið að samþætta námsgreinar og hafa viðfangsefninsem fjölbreyttust.
Sem dæmi um verkefni má nefna:

– að telja og skrá dyr og glugga skólans (stærðfræði)
– búa til skordýragildrur og skoða skordýr (náttúrufræði)
– útileikir, boccia og kastleikir (lífsleikni – að læra leikreglur)
– vetrarfóðrun og fræðsla um staðfugla (náttúrufræði)
– umferðamerki í nágrenni skóla skoðuð (samfélagsfræði)
– hverfið mitt og heimilið (samfélagsfræði)
– kópavogslagið lært og sungið úti (ljóð og tónmennt)
– sérnöfn og samnöfn í nágrenni skólans (íslenska)
– gönguferð í endurvinnsugáma í nágrenni (heimilisfræði)