Foreldrarölt

Foreldraröltið við Kársnesskóla gengur út á að foreldrar á mið og elsta stigi skipta á milli sín að ganga um Kársnesið á föstudagskvöldum yfir skólaárið og fylgjast með að enginn sé á ferli eftir útivistartíma. Bæði er þetta ágætis forvörn og nágrannavarsla auk þess sem þetta geta verið ljómandi skemmtilegir göngutúrar ef vel er mætt.
Til að auka við spennuna þá hefur foreldrafélagið verðlaunað þann bekk sem flestum skilar á foreldrarölt og fær bekkurinn sem vinnur 20.000 kr. í verðlaun. Dagskrá vetrarins má finna hér.

Vaninn er að mæta við MOSSLEY um 22:00 hvert föstudagskvöld og rölta hring á Kársnesinu í u.þ.b. klukkustund og líta a.m.k. á; sjoppurnar tvær, undirgöngin við Hafnarfjarðarveginn og bókasafnið, Ævintýraskóginn; Molann og bílakjallarinn þar undir; Borgarholtið, leikvöllinn við gamla Þingó, Stelluróló og sjá yfir höfnina og svo alla þá staði sem gamlir Kársnesbúar muna eftir sem góðum og gildum felustöðum frá eigin unglingsárum.

Foreldraröltsfulltrúi skipuleggur foreldraröltið á hverju ári og sér um að senda út tölvupóst á bekkjafulltrúa hvers bekkjar þegar við á.
Bekkjarfulltrúarnir sjá svo um að virkja foreldrana!