Vinaliðar

Vinaliðaverkefnið er norskt eineltisforvarnarverkefni, það hefur á örfáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í 1000 skólum í Noregi. Yfir 200 skólum í Svíþjóð og 50 skólum á Íslandi.

Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í löngu frímínútum, þannig að bæði yngri og eldri nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið okkar er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.

Hér í Kársnesskóla eru það nemendur í 3.-7. bekk sem taka þátt í verkefninu.

Hér má finna frekari upplýsingar um þetta verkefni.