Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð Kársnesskóla starfar samkvæmt reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum. Í nemendaverndarráði sitja aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri, skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, skólasálfræðingur og sérkennarar. Ráðið fer yfir og metur umsóknir um stoðþjónustu og kemur erindum í farveg sem leiðir til lausna.

Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði fyrir einstaka nemendur eða nemendahópa. Umsjónarkennari, námsráðgjafi og/eða foreldrar sækja um á sérstöku eyðublaði til nemendaverndarráðs. Fundir eru haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði.

Ábyrgðaraðilar eru á yngsta stigi Dagmar Kjartansdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir á miðstigi og Sigrún Valdimarsdóttir á elsta stigi.