Talkennsla

Verksvið talkennara er að aðstoða nemendur sem eiga við einhvers konar málörðugleika að etja. Algengast er að talkennari fái til meðferðar nemendur með framburðargalla (þ.e. rangan framburð einstakra hljóða) raddveilur (hæsi), stam og seinan málþroska.

Einn talmeinafræðingur er í hlutastarfi við skólann og sinnir hann fyrst og fremst talþjálfun yngri nemenda. Talmeinafræðingur er Signý Gunnarsdóttir.