Á sýningunni Mín framtíð sem haldin var í Laugardalshöll í mars stóð Iðan fræðslusetur fyrir samkeppni þar sem nemendur áttu að láta ímyndunaraflið ráða för og velta fyrir sér hvaða nýja starf yrði til í framtíðinni. Í tíma í náms- og starfsfræðslu unnu nemendur að þessu verkefni og sendi námsráðgjafi inn tillögur frá þeim í samkeppnina. Í gær komu þau Erna og Arnar frá Iðunni og veittu þeim viðurkenningu sem áttu bestu tillögurnar Við smelltum mynd af hópnum með leyfi nemenda (það vantar í hópinn Bjarneyju, Amöndu og Evu Steinsen sem voru fjarri góðu gamni) við þetta tilefni. Heiti framtíðarstarfanna voru: hræðsluráðgjafi, framkvæmdastjóri sendiferða (drónar/róbótar/bílar), dróna heimsendingar, flugvéla leigubílar, garðvinnumenn á Mars, augnlita breytingar og besta vinkona.

 

Posted in Fréttaflokkur.