MOLAR frá Erlendi sálfræðingi – MOLI 3

MOLI 3 – Traust og áhrifarík samskipti

Í þessari viku ætlum við að vinna og leika okkur með traust og áhrifarík samskipti. Æfingin er í leikjaformi þar sem við ætlum að hafa til einfaldan mat saman. Sá sem hefur til matinn er með bundið fyrir augun og er stýrt af öðrum. Sá aðili má ekkert gera annað en að segja til. Þannig skiptumst við á að hafa til einhvern einfaldan mat. Við þurfum að treysta og eiga áhrifarík samskipti svo það gangi upp. Senda skýr fyrirmæli og hlusta gaumgæfulega. Við skiptumst á og fyrst gerir barnið með bundið fyrir augun og hefur t.d. til ristað brauð með osti. Hvar er brauðið? Hvernig er það sett blindandi í ristavélina og svo smurt? Svo skiptum við og barnið stýrir okkur í gegnum einhvern hluta þess að hafa til matinn. Þið þurfið kannski að hafa til kakómalt. Hvenær er komið nóg af mjólk? Ég hvet ykkur til að gera þetta nokkrum sinnum í vikunni og sjá hvernig samskiptafærnin vex hratt með hverri æfingu.

 

Bannað að svindla og kíkja!

 

Góða skemmtun og gangi ykkur vel,

Erlendur sálfræðingur

Posted in Fréttaflokkur.