Covid -19

12. mars

Kæru foreldrar

Takk fyrir góða samvinnu og traust á þessum sérstöku tímum sem við erum að upplifa núna vegna COVID-19 faraldursins.

Við höfum leitast við að upplýsa ykkur um þætti sem snúa sérstaklega að skólanum okkar og munum halda því áfram. Við viljum árétta að upplýsingar verða ekki gefnar út um málefni barna og fjölskyldna þeirra. Við munum upplýsa um sóttkví meðal starfsmanna þegar þurfa þykir, m.a. vegna áhrifa á starfsemi skólans okkar. Engar persónugreinanlegar upplýsingar verða sendar út.

Þær aðgerðir sem við höfum gripið til, til dæmis er varða þrif, eru unnar samkvæmt leiðbeiningum og fyrirmælum Almannavarna og Sóttvarnalæknis. Allar þessar upplýsingar er að finna á vef Embættis landlæknis.

Við biðjum ykkur sérstaklega að fylgjast með fyrirmælum um ferðalög og lesa vandlega leiðbeiningar um sóttkví á Embættis landlæknis. Það er mikilvægt að við stöndum öll saman í því að hægja á útbreiðslu veirunnar.

Að lokum eru hér grunnfyrirmælin frá Almannvörnum:
• Hreinlæti er fyrir öllu
• Þvoum okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar.
• Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann eða í bréf en ekki í hendurnar eða út í loftið.
• Gætum þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í
líkamann.
• Forðumst faðmlög, kossa og knús, notum heldur brosið. Þannig er hægt að forðast smit og forðast að smita aðra.
• Forðumst náin samskipti við þá sem eru veikir.
• Tökum hlutunum með ró og förum eftir leiðbeiningum.

Posted in Fréttaflokkur.