Öðruvísi kennarar

Síðustu vikur hefur 6. bekkur unnið hörðum höndum að sýningunni Öðruvísi kennarar sem var sýnd fyrir fullu húsi á miðvikudaginn síðastliðinn. Krakkarnir sáu ekki einungis um að syngja, dansa og leika heldur skrifuðu þau handritið, sáu um búninga, sviðsmynd, leikmuni, öll tæknimál, leikskrár og svo settu þau upp kaffihús með gómsætum kræsingum sem þau buðu upp á á sýningardaginn.

Við erum svo stolt af þessum frábæru krökkum sem unnu afar vel að þessari sýningu og láta ekkert stoppa sig.

Posted in Fréttaflokkur.