Upplýsingar

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Kársnesskóla

Ég vil rétt ítreka að þær takmarkanir sem við búum við núna í skólastarfinu, s.s. takmarkað íþróttastarf, bann í sundi, grímuskylda á mið- og elsta stigi, hópastærðir og sóttvarnarhólf,  gilda allar til og með þriðjudegi 17. nóvember.
Reglugerð heilbrigðisráðherra hefur ekki enn verið birt svo við vitum ekki hvort og þá hvaða breytingar verða gerðar innan grunnskóla. Við förum því róleg inn í helgina og höfum ráðrúm til breytinga eftir helgi, ef einhverjar verða.

Með kveðju,
Sigrún Valdimarsdóttir
aðstoðarskólastjóri Kársnesskóla

Posted in Fréttaflokkur.