Vegna COVID-19

English below

Nú þegar vetrarfrí nálgast og líklegt að einhverjir séu að ferðast þá viljum við minna á að sóttvarnarlæknir hefur gefið út leiðbeiningar vegna ferðalaga til áhættusvæða, en það eru svæði þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Við biðjum fólk að kynna sér hvaða svæði það eru og fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis ef ferðast hefur verið til þeirra svæða.

Upplýsingar um áhættusvæði og annað sem snýr að COVID-19 veirunni má nálgast á heimasíðu landlæknis https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ .

Ráðleggingar frá sóttvarnalækni til þeirra sem ferðast erlendis geta einnig átt við í baráttu við ýmsar veirusýkingar og inflúensufaraldra sem iðulega koma upp en í ráðleggingunum er fólki bent á að:

Fylgjast vel með ferðatakmörkunum og fjöldasamkomutakmörkunum á þeim svæðum og aðlaga ferðaáætlanir eins og þurfa þykir.
Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni.
Handspritt má nota ef ekki er hægt að þvo hendur. Þó skyldi alltaf þvo hendur með sápu og vatni ef þær eru sýnilega óhreinar.
Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni/hósta.
Ekki snerta munn, nef eða augu með óþvegnum höndum.
Nota pappír fyrir vit við hnerra og hósta og þvo hendur reglulega. Henda skal pappír eftir notkun.
Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.

Soon there will be winter break and some students will be traveling. The Chief Epidemiologist of Iceland has issued advice regarding travel to areas where there is a high risk of infection. We kindly ask people to be aware of those areas and follow instructions from The Chief Epidemiologist of Iceland if traveling to those areas.

For further informations please visit https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/.

The Chief Epidemiologist encourages individuals currently traveling abroad, especially those in countries where cases of COVID-19 have been reported to:

Monitor travel restrictions and restrictions on social activities made by the local authorities and adjust travel plans as necessary.
Practice good personal hygiene, especially thorough hand washing.
Use alcohol-based hand sanitizer if access to water and soap is limited. Water and soap is always preferred if hands are visibly dirty.
Avoid close contact with people with common cold symptoms or cough.
Avoid touching the mouth, nose or eyes with unwashed hands.
Use a cloth to cover the face when sneezing or coughing and wash your hands regularly.
Avoid contact with live or dead animals and their waste.

Posted in Fréttaflokkur.