Stóra upplestrarkeppnin

Sigurvegarar í skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar voru þær Hjördís Birna Atladóttir, Sara Viktoría Hlíðarsdóttir og varamaður er Þórey Lilja Benjamínsdóttir. Hjördís Birna og Sara Viktoría koma til með að vera fulltrúar Kársnesskóla á Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í Salnum þann 18.mars næstkomandi.
Allir keppendur stóðu sig afbragðs vel og það var úr vöndu að ráða fyrir dómara keppninnar. Við óskum þessum flottu upplesurum innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að sjá þær í Salnum.

Posted in Fréttaflokkur.