NÝJUSTU FRÉTTIR
Kiwanis reiðhjólahjálmar
Í dag komu nokkrir aðilar frá Kiwanis í heimsókn í 1. bekk og gáfu nemendum reiðhjólahjálma í samráði við Foreldrafélagið og stjórnendur Kársnesskóla. Við þökkum þeim kærlega fyrir og vonumst til að hjálmarnir komi að góðum notum. Að afhendingu lokinni þá […]
Umhverfisdagurinn
Dagur umhverfisins er 25. apríl næstkomandi en í tilefni af honum fóru nemendur og starfsfólk Kársnesskóla saman út að tína rusl. Það var gaman að fylgjast með öllum taka höndum saman og gera nesið okkar enn fallegra.
Fræðsla – HEIMANÁM, TILFINNINGAR & VENJUR
Miðvikudaginn 23. mars næstkomandi kl. 19:30 – 20:30 í Tónmenntastofu Kársnesskóla Í kvöldkaffinu skoðum við vandann sem gjarnan tengist heimanámi eða heimalestri og hvaða áhrif venjur kunna að hafa á tilfinningalíf barna okkar þegar að þessu kemur. Hvernig getum við gert […]
Ísgerð í 2.bekk
Í útikennslu í síðustu viku var ákveðið að nota snjóinn sem nóg var af í ísgerð með 2.bekk. Virkilega skemmtilegt verkefni þar sem nemendur bjuggu til sinn eigin ís og fengu sér svo að sjálfsögðu að smakka. Sjón er sögu ríkari […]
Innritun í 1. bekk skólaárið 2022 – 2023
Innritun barna í grunnskóla sem fædd eru 2016 hefst 7. mars og lýkur 15. mars. Skráning fer fram í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar. Nánari leiðbeiningar má finna hér
Skipulagsdagur 16.mars
Miðvikudaginn 16. mars er skipulagsdagur í Kársnesskóla og Vinahóli. Skóli og frístund verða lokuð þennan dag.
! GUL VIÐVÖRUN !
GUL viðvörun miðvikudaginn 2. mars (á öskudag) frá kl. 6 að morgni til 12 á hádegi. https://www.vedur.is/vidvaranir
!! APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN !!
APPELSÍNUGUL veðurviðvörun Enn ein veðurviðvörunin og nú frá kl. 11 – 17 föstudaginn 24. febrúar. Vinsamlega fylgist vel með veðurspá og hvernig bregðast á við þegar viðvörun er í gildi. https://www.vedur.is/vidvaranir https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi
!! APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN !!
Appelsínugul veðurviðvörun Vinsamlega fylgist vel með veðurviðvörunum sem eru í gildi í dag og á morgun 21. – 22. feb): https://www.vedur.is/vidvaranir og leiðbeiningar um viðbrögð foreldra/forráðamanna eru hér: https://vefur.shs.is/…/ALM-vedurbaeklingur…