Páskafrí og skólahald eftir páska

Ágætu foreldrar forráðamenn nemenda í Kársnesskóla.
Nú er orðið ljóst að skólahald verður verður áfram skert eftir páska samkvæmt tilmælum yfirvalda um samkomubann. Við komum því til með að taka upp þráðinn þann 14.apríl og höldum sama eða svipuðu skipulagi varðandi skert skólahald. Kennarar fara þó yfir hópaskiptingar og ef þeim þykir ástæða til þá færa þau nemendur á milli en senda ykkur alltaf upplýsingar um það í tölvupósti. Það gætu líka orðið einhverjar breytingar á kennslu elstu árganganna þar sem þessir síðustu dagar hafa kennt okkur mikið og við alltaf að endurskoða form kennslunnar til að ná sem mestum árangri og ná til allra nemenda. Foreldrar þeirra barna fá líka upplýsingar um það eftir páska.
Ég ætla að lokum að óska ykkur gleðilegra páska, Erlendur sálfræðingurinn okkar hefur sett inn þrjá góða mola á heimasíðuna okkar sem tilvalið er að skoða um páskana. Ég vil líka biðja ykkur að hlýða Víði og við komumst saman í gegnum skaflinn!

Björg Baldursdóttir
Kársnesskóli

Posted in Fréttaflokkur.