Söfnum Hausti – Ljósmyndakeppni í Haustfríi

Menningarhúsin standa fyrir ljósmyndaleik í haustfríinu í næstu viku undir yfirskriftinni Söfnum hausti.

Fjölskyldur eru hvattar til að fara út í haustið – búa til haustkórónur og laufaskúlptúra, virða fyrir sér fugla og útsýni, faðma tré og bregða á leik á ýmsan hátt. Fjölskyldurnar taka af sér mynd – eða fá einhvern til að taka af sér mynd – og deila á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #söfnumhausti.

Hér má lesa meira um leikinn og verkefnin og hér er hlekkur á leikinn.

Þess má geta að nokkrir þátttakendur/myndasmiðir hreppa glaðning 🙂

Posted in Fréttaflokkur.