Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru fóru nemendur í 7.bekk niður í fjöru til að búa til kynjaveru úr efni í fjörunni. Þau áttu svo að búa til frétt um veruna með grípandi fréttafyrirsögn. Við fengum svo óvænt sjálfan menntamálaráðherra Lilju Dögg Alfreðsdóttur í heimsókn til að fylgjast með krökkunum og hún hjálpaði einum hópnum að búa til sjóskrímsli – já það er sko alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í Kársnesskóla.

 

Posted in Fréttaflokkur.