Skólasetning og fleira

Skólasetning verður hér í Kársnesskóla í næstu viku.  Vegna sóttvarnarráðstafanna og fjöldatakmarkanna verðum við með skólasetningu án foreldra í ár eins og í fyrra.  Foreldrar fá tölvupóst með nánari upplýsingum.  Við hefjum skólastarfið með hefðbundnum hætti, ekki verða neinar skerðingar á skólastarfinu og hlökkum mikið til að taka á móti nemendum og hefja leika.

 

Þriðjudagur 24.ágúst

09:00 – 8.  9. og 10. bekkur á sal í Vallargerði

10.00 – 5. bekkur mætir á sal í Vallargerði

10.30 – 6. bekkur mætir í tónmenntastofuna í aðalbyggingu

10.00 – 7.bekkur mætir beint í heimastofur

11.00 – 3. og 4. bekkur á sal í Vallargerði

13.00 – 2. bekkur á sal í Vallargerði

Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

Nemendur og foreldrar nemenda í 1.bekk verða boðnir í viðtöl til umsjónarkennara dagana 24. og 25.ágúst og þeir nemendur byrja í skólanum samkvæmt stundaskrá 26.ágúst.

Sumardvöl nemenda í 1. bekk verður út þessa viku. Vinahóll frístund er lokuð mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. ágúst en er svo opinn fyrir alla sem þar eru skráðir þann 25. ágúst.

Við verðum að vera viðbúin því að mögulega verði starfsemi vetrarins áfram lituð af því að bregðast við sóttkví nemenda og starfsmanna, ráðleggingum og takmörkunum vegna Covid19 en við kunnum það orðið ágætlega.

Markmið okkar í Kársnesskóla er alltaf að hafa skólastarfið gott og öruggt fyrir börnin okkar og það gerum við í samvinnu við heimilin 😊

Posted in Fréttaflokkur.