Kórhátíð 5.júní 2021

Skólakórar Kársnesskóla efna til Kórahátíðar Kársness í Salnum í Kópavogi. Fram koma Minni kór, Litli kór, Miðkórar Kársness og Skólakór Kársness. Kórstjórar eru Álfheiður Björgvinsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Meðleikarar eru Sólborg Valdimarsdóttir, Ingvi Rafn Björgvinsson og 7.bekkjarbandið Hvítir Hrafnar.

Á efnisskránni verða fjölbreyttar söngperlur sem börnin hafa verið að vinna að í vetur. Vegna sóttvarnartakmarkana verða tónleikarnir fjórir talsins.

Minni kór (3.bekkur) kl. 11:00

Litli kór (4.bekkur) kl. 12:15

Miðkórar (5.-7.bekkur) kl. 13:30

Skólakór Kársness og stúlknakór 7.bekkjar kl. 15:00

Skólakór Kársness var stofnaður árið 1976 og hefur frá upphafi spilað stóran part í skólastarfi Kársnesskóla. Allir nemendur Kársnesskóla koma að kórstarfinu á sínum námsferli og eru yfir 300 börn í kór á hverju ári. Sönghefðin er rík og Kársnesskóli „syngjandi skóli“.

Aðgangseyrir á hverja tónleika er 1000 kr og hvetjum við alla kóraunnendur Kársnessins og víðar til að fjölmenna meðan húsrúm leyfir.

Miðasala er á https://salurinn.kopavogur.is/vidburdi/vidburdir-a-menningarhusin-forsida/vidburdur/2375/korhatid-karsness

 

Posted in Fréttaflokkur.