Nýtt ár og ný reglugerð

Gleðilegt ár allir saman 🙂

Athygli er vakin á því að við hefjum þessa vorönn á því að vinna eftir nýrri reglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem taka gildi 1.janúar 2021 en hún er mun rýmri en reglugerðin sem við unnum eftir í lok ársins.

Hér að neðan má sjá slóð áreglugerðina í heild sinni en hún gildir til 28.febrúar.
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=72703eb0-47b7-4de1-8723-5ef869658e81
Helstu breytingar eru þær að nú getum við líka boðið unglingunum okkar sem eru skráðir í mat inn í matsalinn okkar, getum byrjað að bjóða nemendum aftur upp á hafragraut á morgnanna og stundatafla unglinganna fer í fyrra horf eða eins og við byrjuðum í haust.  Starfsfólk kemur til með að nota andlitsgrímur í matsalnum og auðvitað höldum við áfram að gæta að góðum sóttvörnum og biðjum ykkur að brýna það áfram fyrir börnunum. Við getum tekið aftur upp blöndun milli hópa og nemendafjöldi í hverjum hópi hefur verið rýmkaður í 50 manns.  Enn er þó ekki heimilt að bjóða foreldrum eða aðstandendum inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til.

Kennarar og deildarstjórar koma til með að senda ykkur frekari upplýsingar um einstaka árganga ef þess er þörf.

Posted in Fréttaflokkur.