Til upplýsinga – New information

Sæl öll
Núna þar sem við sjáum að smit eru að aukast í samfélaginu þá þurfum við í skólanum að endurmeta stöðuna og bregðast við án þess þó að skerða hefðbundið skólastarf og reynum að gera það svo nemendur okkar finni sem minnst fyrir auknum aðgerðum.  Öll foreldraviðtöl verða með rafrænum hætti og leiðbeiningar þar um hafa komið frá aðstoðarskólastjóra, koma líka tölvuumsjónarmanni og svo umsjónarkennurum. Við þurfum öll að sýna þessu skilning og þolinmæði.  Svona til upplýsingar þá höfum við takmarkað enn frekar samnýtingu starfsfólks að sameiginlegum rýmum, við höfum tekið aftur upp skömmtun á öllum mat, starfsfólkið okkar í matsal kemur til með að nota grímur og hanska og kennarar hafa val um grímunotkun. Við takmörkum alveg aðkomu utanaðkomandi í skólann nema brýna nauðsyn beri til s.s. slys eða þess háttar.

Við komum til með að senda foreldrum upplýsingar um hvernig nálgast beri óskilamuni og hvetjum sem aldrei fyrr til þess að fatnaður og annað sé vel merkt svo við getum komið óskilamunum á rétta staði. Við leggjum mikla áherslu á smitvarnir og sótthreinsun og vitum að forráðamenn nemenda okkar gera það líka við börnin sín.  Við komumst auðvitað í gegnum þessa brekku saman og förum að tilmælum sóttvarnaryfirvalda.  Með því mikilvægara sem við getum öll gert er að halda ró okkar, fara að fyrirmælum og tapa ekki gleðinni!

–English–

As Covid infections are steadily increasing we need to take all the preventive measures we can without affecting the children´s regular school day. Due to this, all parent-teacher meetings will be conducted online this year and you have already received instructions for that from the school regarding the procedure. We are also doing our best to limit the risk of contagions within the school. The staff keep to separate compartments, food in the school kitchen is now served up on each plate by staff wearing masks and gloves and we limit access to the school to students and staff only, except for emergencies. This of course makes it more difficult for parents to locate lost clothing and such and we urge you to make sure that all your child´s things are labelled so we can get them back in the right hands. The washing of hands and keeping a distance is now more important than ever but with a positive attitude and solidarity we will get through this to better times.

 

Posted in Fréttaflokkur.