Breyting á skóladagatali

Samkvæmt skóladagatali var áætlað að vera með fjölgreindarleika í skólanum á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.

Vegna veirufaraldurs og eðlis þessa frábæru leika höfum við ákveðið að fresta þeim um óákveðinn tíma.  Á fjölgreindarleikum blöndum við öllum árgöngum saman og hóparnir fara á milli allra svæða í skólanum. Við teljum það ekki óhætt eins og staðan er í dag.

Vonumst þó til að geta hafið leika eftir áramótin – svona eftir því sem aðstæður leyfa.

Posted in Fréttaflokkur.