Haustfundir / Annual meetings

Nú fer að koma að haustfundum umsjónarkennara með foreldrum.  Vegna samkomutakmarkana og tilmæla frá sóttvarnaryfirvöldum þá verða þessir fundir með fjarfundasniði í ár.   Umsjónarkennarar koma til með að senda foreldrum hlekk á fundina núna á næstu dögum. Skólinn nýtir sér Google Meet til funda og við bendum á að Chrome vafrinn er bestur til þess fallinn að taka þátt í þessum fundum.  Á fundunum mun fulltrúi foreldrafélagsins koma með stutt innlegg og foreldrum gefst kostur á fyrirspurnum og umræðum.  Vekjum athygli á að málefni einstaka nemenda eru ekki til umræðu á þessum fundum en bjóðum ykkur auðvitað að hafa samband við umsjónarkennara eða stjórnendur til skrafs og ráðagerða hvenær sem er.

Haft verður sérstaklega samband við foreldra barna af erlendum uppruna og fundartímar ákveðnir með túlkum.

In english:

Soon we will have our annual meetings with teachers and parents, because of Covid19 we will be having them online. The school uses Google Meet fo these meetings and we will send you a link to use.  It is best to use Chrome browser for this. We will contact the parents of our children that do not speak icelandic to offer them time and interpertation

Posted in Fréttaflokkur.