Skólalok

Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í Kársnesskóla
Veturinn í vetur hefur verið afar sérstakur og verður lengi í minnum hafður.   Við höfum í sameiningu tekist á við óveður, verkföll og veirufaraldur – kennarar og starfsfólk skólans hafa umbylt öllum sínum áætlunum, breytt vinnutíma og kennslufyrirkomulagi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar til að mæta nemendum og sinna kennslu eins og hægt hefur verið undir þeim kringumstæðum sem uppi hafa verið.   Það er óhætt að segja að þetta hafi tekist sérstaklega vel hér á nesinu og ég er óendanlega þakklát mínu fólki fyrir það.  Ég vil líka enn og aftur þakka ykkur foreldrum samvinnuna og þakklætið sem þið sýnduð skólanum á þessum tímum.
Það var dásamlegt að fá alla nemendur í 1. – 7. bekk hér á sal í morgun þar sem við sungum saman nokkur lög og ég fékk tækifæri til að kveðja þau fyrir sumarið.
Ég hlakka til að sjá ykkur á skólasetningu í haust en þá vonast ég til að verði búið að aflétta samkomutakmörkunum þannig að við getum boðið ykkur á skólasetningu með börnunum ykkar.

Gleðilegt sumar kæru foreldrar/aðstandendur og takk fyrir veturinn.

Björg Baldursdóttir
Kársnesskóli

Posted in Fréttaflokkur.