Gleðilegt sumar

Kæru foreldrar og forráðamenn

Á sama tíma og við óskum þess að sumarið verði ykkur sem og nemendum gleðilegt þá þökkum við kærlega samstarfið í vetur.

Eins og alltaf eru hér ógrynni af óskilamunum eftir veturinn. Við munum láta þessa muni liggja frammi þriðjudaginn 9. og miðvikudaginn 10. júni frá kl. 9 til 16. Þið getið gengið að þessu fyrir framan skrifstofu ritara við vesturinngang skólans (aðalbygging). Við vonum að sem flestir sjái sér fært að koma við og líta yfir safnið.

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 17.júní til 4.ágúst.

Kær kveðja

Starfsfólk Kársnesskóla

Posted in Fréttaflokkur.