Ágætu foreldrar / forráðamenn

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Kársnesskóla.
Viðræður samninganefnda Eflingar og sveitarfélagsins gengu ekki vel í dag og slitu þeir viðræðum um hádegið og eftir því sem ég kemst næst var ekki boðaður annar fundur. Skólinn verður því áfram lokaður.
Dagurinn í dag hefur verið nýttur hér í skólanum til undirbúnings fyrir breytt skólahald, stjórnendur hafa fundað alla helgina og funda með öllu starfsfólki á morgun (en þó í hópum) og sendum ykkur nána útfærslu þegar verkfall leysist.
Við vinnum samkvæmt tillögum menntasviðs Kópavogs og sóttvarnarlæknis sem hafa verið sendar í tengslum við samkomubannið. Við höfum náð að minnka hópa í 1. – 5. bekk og passað að blöndun eigi sér ekki stað. Við leggjum áherslu á að yngstu nemendurnir okkar í 1. – 2. bekk geti verið lengst í skólanum, 3. – 5. verður væntanlega til hádegis en nemendur í 6. – 10 .bekk sinna námi í fjarkennslu þó með viðkomu á hverjum degi í skólanum.
Ég hvet ykkur foreldra til að fylgjast vel með á Mentor og vera í samskiptum við umsjónarkennara. Í einhverjum tilfellum eru nemendur í efri bekkjum að fá nánari fyrirmæli og upplýsingar í gegnum Google classroom þannig að nú er tækifærið til að fá þau til að sýna ykkur!
Ég veit að við eigum eftir að vera í góðum samkiptum og samvinnu við ykkur foreldra nú sem áður, þetta eru skrítnir tímar og allir eru að leggjast á eitt við að finna lausnir á ólíkum viðfangsefnum hversdagsins.
Björg Baldursdóttir

Posted in Fréttaflokkur.