Útivistarreglur

Vakin er athygli á því að útivist­ar­tími barna og ung­linga tók breyt­ing­um 1. maí.

Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukk­an 22:00 og 13 til 16 ára ung­ling­ar mega vera úti til klukk­an 24:00.

Foreldrum er að sjálfsögðu heimilt að stytta útivistartíma barna sinna enda eru þeir forráðamenn barna sinna og unglinga.

Bregða má út af reglunum þegar börn eru í fylgd með fullorðnum og börn 13 – 16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla- íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.

Úti­vist­ar­regl­urn­ar eru settar sam­kvæmt barna­vernd­ar­lög­um.
Mikilvægt er að foreldrar sýni samtöðu er kemur að því að virða útivistartímann.
Posted in Fréttaflokkur.