Breyting á matseðli

Við viljum vekja athygli á því að breytingar verða gerðar á matseðli Kársnesskóla frá og með næsta seðli en þessar breytingar eru að fiskur verður á matseðli á mánudögum í stað þriðjudaga eins og verið hefur. Þetta er gert til þess að taka tillit til nemanda í skólanum sem er með bráðofnæmi við fiski. Vonum að þetta leggist vel í alla.

Breyttur matseðill tekur gildi þann 29.janúar n.k.

 

Posted in Fréttaflokkur.