Kársnesskóli hreppti silfrið á Meistaramóti Kópavogs í skák

Meistaramót Kópavogs 2023 í skák fór fram fimmtudaginn 19. október 2023 og var haldið á vegum Breiðabliks í Stúkunni á Kópavogsvelli. Þar tóku 108 keppendur þátt í 24 liðum og voru 268 skákir tefldar.

Fjórir skólar: Kársnesskóli, Álfhólsskóli, Vatnsendaskóli og Lindaskóli kepptu í flokki 3. bekkjar í fimm umferðum með tímatakmörkunum. Kársnesskóli hafnaði í 2. sæti með 15 vinninga af 20, og hreppti því silfrið á eftir Vatnsendaskóla.

Liðið var skipað þeim Áróru Björk Stefánsdóttur, Heiðrúnu Lilju Sölvadóttur, Mareyju Kjartansdóttur og Ólöfu Höskuldsdóttur. Marey og Ólöf æfa skák hjá Taflfélagi Garðabæjar undir leiðsögn Lenku Ptácníková stórmeistara og hjá Skákskóla Íslands undir leiðsögn Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur landsliðskonu og skákkennara. Við óskum þeim öllum til hamingju með þennan flotta árangur!

Posted in Fréttaflokkur.