Fjölgreindarleikar í Kársnesskóla

Undanfarin ár höfum við í Kársnesskóla haft Fjölgreindarleika annað hvert ár. Covid hefur aðeins riðlað þessari áætlun en núna er komið að því og í þessari viku höldum við þessa leika.

Hugmyndin að Fjölgreindarleikum er  byggð  á kenningum Howard Gardner um fjölgreindir þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í.
Með Fjölgreindaleikunum  náum við að skapa eftirminnilegan atburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og störf.

Öllum nemendum skólans er skipt upp í 15 barna lið þannig að í hverju liði er að minnsta kosti einn nemandi úr hverjum árgangi. Fyrirliðar eru nemendur í 9. og 10.bekk og leiða þeir sitt lið áfram á milli 42 stöðva um allan skólann og skólalóðina.  Þessir elstu nemendur okkar eru líka ábyrgir fyrir að halda í liðsandann og passa uppá hópinn sinn. Kennarar og starfsfólk eru stöðvastjórar og stýra hverri stöð þar sem nemendur glíma við skemmtileg og fjölbreytt verkefni. Þessir dagar eru sérlega fjörugir og skemmtilegir í skólanum og við hlökkum til.

Posted in Fréttaflokkur.