Skólareglur og uppeldisstefna

Uppeldi til ábyrgðar
Uppeldi til ábyrgðar miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Vinnuaðferðunum er einnig ætlað að styðja starfsmenn skóla við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Öðru fremur er um að ræða aðferðir við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum. Hugmyndafræðin hefur áhrif á kennsluhætti, stjórnunarhætti, áherslur í lífsleiknikennslu og ekki síst á meðferð agamála. Segja má að breyting verði á kenniviðmiðum (paradigm) skólasamfélagsins varðandi samskipti og aga. Lesa má nánar um uppeldi til ábyrgðar.

Hér má finna meira um Uppeldi til ábyrgðar sem er uppeldis- og samskiptastefna Kársnessskóla

Hér má finna það ferli sem fer í gang vegna brota á skólareglum.

Gildi Kársnesskóla


Þekking
:

· Við nýtum okkur framfarir, gagnrýna hugsun og víðsýni til að afla okkur þekkingar· Við notum þekkingu okkar til að ná fram markmiðum skólans

Virðing:

· Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og því umhverfi sem við lifum í· Við sýnum tillitsemi og kurteisi í umgengni við fólk og umhverfi

Ábyrgð:

· Við tökum ábyrgð á lífi okkar· Við sýnum ábyrgð með agaðri framkomu gagnvart fólki og umhverfi

Ánægja:

· Við sköpum öllum jákvætt vinnumhverfi· Við leggjum áherslu á samkennd og náungakærleik· Við njótum náttúrunnar með útiveru og höfum af henni ánægju

Þolmörk

Í uppeldisstefnu skólans er lögð áhersla á gildi skólans en jafnframt eru skýr mörk á hegðun sem ekki er liðin. Það köllum við þolmörk í daglegu tali

Í Kársnesskóla líðum við ekki:
Ofbeldi
Vímuefni
Óhollustu
Virðingarleysi
Skemmdarverk