9.bekkur heimsækir Rafmennt

Við erum svo heppin að Rafmennt https://www.rafmennt.is/ (áður Rafiðnaðarskólinn) er að bjóða nemendum í 9.bekk í heimsókn.  Þar fá þau kynningu á rafiðnum ásamt því að fá að gera og græja ýmislegt tengt rafmagni. Stór hópur nemenda í árganginum hafði áhuga á að fara á þessa kynningu og hafa nú tveir hópar farið í heimsókn. Eins og vænta mátti þá voru nemendur sér og skólanum til sóma, voru áhugasöm og kurteis. Þau komu heim með vasaljós sem þau höfðu búið til og ýmislegt sem þau vita betur um rafmagn. Svona kynningar eru partur af náms- og starfsfræðslu og alltaf gaman þegar fyrirtæki eða starfsgreinar vilja bjóða nemendum í heimsókn.
Myndirnar eru birtar með leyfi nemenda.

 

Posted in Fréttaflokkur.