Starfamessa

Síðasta þriðjudag stóðu náms- og starfsráðgjafar Kársnes- og Kópavogsskóla fyrir starfamessu fyrir nemendur á unglingastigi skólanna, en þetta var í fimmta skipti sem þessir skólar halda sameiginlega starfamessu. Tilgangur með starfamessu er að unglingar fái tækifæri til að kynna sér fjölbreytt störf og spjalla við þá sem þau vinna. Það voru yfir tuttugu foreldrar sem buðu sig fram sem þátttakendur og svo fengum við til okkar nokkur fyrirtæki. Starfamessan tókst gríðarlega vel og voru nemendur og þátttakendur ánægðir með hvernig til tókst og áhugi unglinganna á að kynna sér fjölbreytt störf var mikill eins og sjá má á meðfylgjandi myndum 😊

 

Posted in Fréttaflokkur.