Kiwanis reiðhjólahjálmar

Í dag komu nokkrir aðilar frá Kiwanis í heimsókn í 1. bekk og gáfu nemendum reiðhjólahjálma í samráði við Foreldrafélagið og stjórnendur Kársnesskóla.

Við þökkum þeim kærlega fyrir og vonumst til að hjálmarnir komi að góðum notum.

Að afhendingu lokinni þá sungu börnin fallegt lag og þökkuðu vel fyrir sig

Posted in Fréttaflokkur.