Lokað frá hádegi á morgun

Vegna útfarar Bjarteyjar Jónsdóttur verður skólanum lokað kl.12.00 á miðvikudaginn 27. apríl. Frístundin verður opin fyrir þá sem þar eru skráðir en enginn önnur starfsemi verður í skólanum til að gefa þeim sem vilja kost á að fylgja Bjarteyju en hún verður jarðsett kl. 13.00 í Kópavogskirkju.

Nemendur í 1.- 6.bekk fá hádegismat á sínum venjulega tíma og nemendur í 7.bekk og á unglingastigi fá hádegismat áður en þeir fara heim en það verður væntanlega vefja og safi sem nemendur geta tekið með sér.

Skólabíll fer frá Kársnesskóla að Sæbóli kl. 12:10 þennan sama dag.

Posted in Fréttaflokkur.