Fræðsla – HEIMANÁM, TILFINNINGAR & VENJUR

Miðvikudaginn 23. mars næstkomandi kl. 19:30 – 20:30 í Tónmenntastofu Kársnesskóla

Í kvöldkaffinu skoðum við vandann sem gjarnan tengist heimanámi eða heimalestri og hvaða áhrif venjur kunna að hafa á tilfinningalíf barna okkar þegar að þessu kemur. Hvernig getum við gert þetta án allra látanna? Hvernig getum við hjálpað börnunum okkar að þróa með sér venjur og jákvæðara tilfinningalíf tengt heimanámi og heimalestri.

Erlendur Egilsson er sálfræðingur í Kársnesskóla. Hann hefur starfað á Barna- & unglingageðdeild LSH (BUGL) og Barnaspítala Hringsins ásamt sjálfstæðum sálfræðistörfum. Hann hefur sinnt rannsóknum á þroska og hegðun barna og í doktorsnámi sínu rannsakað virkni snjallsímalausna við heilsueflingu barna og unglinga. Hann er 5 barna faðir.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.