Leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu vegna farsóttar

Líkt og áður þurfa stjórnendur að skipuleggja óskert starf en þó þannig að ýtrustu sóttvarna og varkárni sé gætt. Stjórnendum er heimilt að gæta sóttvarna umfram það sem reglugerð kveður á um, að því marki að þær ráðstafanir takmarki starfið eins lítið og kostur er. Núverandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar gildir frá 13. nóvember til og með 8. desember, sjá reglugerðir og leiðbeiningar hvað varðar Covid-19 á heimasíðu almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, ahs.is.

Markmiðið með þessum aðgerðum er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun.
Þar sem mikill fjöldi smita er að greinast (sjá covid.is) telja sviðsstjórar skóla- og frístundasviða ásamt starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins mikilvægt að vernda skólastarf og senda út eftirfarandi leiðbeiningar.

Lesa meira 

Posted in Fréttaflokkur.