Óskilamunir í Kársnesskóla

Sæl öll

Okkur langar að benda á nýjan hnapp á forsíðunni sem heitir Óskilamunir. Þessi hnappur er tengdur albúmi á Facebook síðu skólans sem heitir Óskilamunir í Kársnesskóla. Þarna inn munum við reyna að setja inn myndir af óskilamunum sem berast okkur í þeirri von um að þeir rati aftur til réttra eigenda. Ef þið kannist við eitthvað á myndunum þá getið þið haft samband við ritara í síma 441-4600 eða senda póst á ritari@karsnesskoli.is

Posted in Fréttaflokkur.