Lokaverkefni – Fjáröflun

Þessar þrjár stúlkur, Guðlaug Embla, Katrín Lára og Telma Bjōrg nemendur úr 10. bekk Kársnesskóla, afhentu Félagi einstakra barna 180.500 krónur í dag. Stúlkurnar efndu til fjársōfnunar fyrir félagið þegar þær máttu velja sér viðfangsefni fyrir lokaverkefni sem 10. bekkingar skólans vinna á hverju vori. Þær leituðu til fyrirtækja og sōfnuðu vinningum, seldu happdrættismiða á 1000 krónur, sem og lyklakippur frá félaginu. Afraksturinn varð sem fyrr segir 180.500 og erum við kennarar þeirra afar stoltir af þessum framtakssōmu duglegu stúlkum.

Posted in Fréttaflokkur.