Fimmtudaginn 19. maí er Góðgerðardagur Kársnesskóla frá kl. 17 – 19.

Góðgerðardagur Kársnesskóla er fjáröflunarverkefni til styrktar góðu málefni, börn hjálpa börnum. Hér hafa nemendur skólans verið að baka, leira, mála, smíða, sauma, æfa leikrit, skipuleggja allskonar þrautabrautir, markaði, uppákomur og fleira.

Í ár er það Unicef sem fær styrktarféð, neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu. Þetta er viðburður í samstarfi við Foreldrafélag Kársnesskóla sem verður einnig með skemmtun fyrir nemendur á sama tíma.

Við erum ekki með posa og hvetjum því fólk eindregið með að koma með peninga. Einnig verður hægt að millifæra á staðnum.

Styðjum nemendur til góðra verka og mætum öll og gerum þetta að sannkallaðri fjölskyldu- og hverfishátíð.

 

Posted in Fréttaflokkur.