Til upplýsinga

Enn er staðan óbreytt í verkfallsmálum. Allir kennarar funduðu í minni hópum með stjórnendum í gær og ljóst er að fólk er að takast afar vel á við þessar krefjandi aðstæður. Fjarnám og utanumhald námsins gengur eins vel og kostur er við þessar aðstæður. Allir kennarar eru reiðubúnir til að veita alla þá aðstoð til nemenda sem þeir geta og ég hvet foreldra og nemendur til þess að setja sig í samband við þá í gegnum tölvupóst ef eitthvað þarfnast úrlausna eða bara til að fá upplýsingar. Við erum tilbúin með áætlanir sem taka gildi um leið og verkfall leysist en þar til er skólinn lokaður. Við höfum óskað eftir undanþágum til að geta opnað skólann fyrir yngstu nemendur skólans en þeim hefur verið hafnað hingað til. Það er sérlega vont að geta ekki sinnt neyðarþjónustu fyrir yngstu börnin á þessum tímum. Enn og aftur hvetjum við ykkur til að fylgjast vel með á Mentor en þar koma inn áætlanir ásamt því að nemendur í 5. – 10.bekk notast líka mikið við google classroom.
Þegar þetta er skrifað er enginn starfsmaður skólans í sóttkví. Eftir því sem við best vitum eru nokkrir nemendur í sóttkví en ekki veikir en við höfum fregnir af smiti meðal foreldra.
Farið vel með ykkur á þessum undarlegu tímum, við skulum vanda okkur að tapa ekki gleðinni og gera okkar besta til að hugsa vel um hvort annað!

Posted in Fréttaflokkur.