Sjálfsmat Kársnesskóla
Sjálfsmat skólans er unnið í samstarfi við Skólapúlsinn, um er að ræða viðurkennda sjálfsmatsaðferð. Nemendakannanir eru lagðar fyrir tilgreinda hópa í hverjum mánuði. Í lok skólaárs eru heildarniðurstöður teknar saman. Nemendur svara könnun ýmist hjá bekkjarkennara eða undir leiðsögn annarra starfsmanna. Skólastjórn vinnur með niðurstöður og gerir umbótaáætlun. Foreldrakönnun er send úrtaki foreldra seinni part vetrar (annað hvert ár) og niðurstöður birtast skólanum nokkrum vikum seinna. Starfsmannakönnun er gerð annað hvert ár og taka allir starfsmenn þátt í henni. Að auki hefur skólastjórn sent út smærri viðhorfskannanir á hverju ári. Á síðasta ári var send út könnun til foreldra barna sem þiggja sérkennslu.
Hægt er að fræðast meira um Skólapúlsinn og hans hlutverk hér.
Sjálfsmatsskýrsla Kársnesskóla 2020 – 2021
Kannanir 2018-2019 verða:
Nemendakönnun úrtak nemenda í hverjum mánuði
Foreldrakönnun á vorönn
Kannanir 2017-2018 verða:
Nemendakönnun úrtak nemenda í hverjum mánuði
Kannanir 2016-2017 verða:
Nemendakönnun úrtak nemenda í hverjum mánuði
Foreldrakönnun á vorönn