Í gær, 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti.
Að venju tóku leik- og grunnskólar þátt í þessu góða verkefni og voru vináttugöngur skipulagðar og að sjálfsögðu tók Kársnesskóli þátt í þessum degi.
Nemendur í 1.-4. bekk hittust á Rútstúni ásamt leikskólabörnum. Þar var sungið saman og að loknum samsöng var gengið saman að Kársnesskóla og vinakeðja mynduð.
5.-10. bekkir hittust í vinabekkjum og unnu með skilgreiningu á eineldti. Einnig var unnið með forvarnir og viðbrögð við einelti.
Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum fallega degi.