Í morgunsöng í morgun frumfluttum við nýtt lag eftir Katrínu Rós Harðardóttur sem er nemandi hér í 7.bekk. Katrín sendi þetta lag inn í Sögur, verðlaunahátíð barnanna og var það eitt af þremur lögum sem valið var áfram. Það verður því flutt á þeirri hátíð á RÚV á laugardaginn kemur.
Katrín segir lagið fjalla um vináttu hennar og Bjarteyjar. Bjartey var nemandi hér við skólann sem lést fyrir rúmu ári. Lagið fjallar um góðu stundirnar þeirra, vináttuna og lífsgleðina.
Katrín Rós syngur sjálf einsöng í þriðja erindinu á þessari upptöku.
Hjartanlega til hamingju með þetta gullfallega lag kæra Katrín Rós ❤️
Hér má finna myndband af söngnum
Vináttan okkar eftir Katrínu Rós Harðardóttur
Það er gaman að vera til
og gera það sem ég vil.
Og gott er að vera hér með þér,
já hér þér við hlið.
Ég vil eiga þessa stund með þér.
Eiga þennan dag með þér.
Ég og þú að eilífu.
Hlæjum að öllu og litum lífið,
sykurpúðar og kökuskraut.
Sólin skín skært og lýsir upp daginn.
Þá minnist ég þess var okkur svo kært.
Vinátta okkar er litasprengja
eins og góð kókoslengja.
Hlæjum að öllu og litum lífið,
sykurpúðar og kökuskraut.