Íslandsmót grunnskóla í stúlknaflokki í skák fór fram laugardaginn 28. janúar 2023 í Rimaskóla. Sex skólar: Álfhólsskóli, Háteigsskóli, Ingunnarskóli, Kársnesskóli, Landakotsskóli og Rimaskóli, kepptu í flokki 1.-2. bekkjar í fimm umferðum með tímatakmörkunum. Kársnesskóli vann öruggan sigur með 19 vinninga af 20, og hreppti því gullið. Liðið var skipað þeim Áróru Björk Stefánsdóttur, Heiðrúnu Lilju Sölvadóttur, Mareyju Kjartansdóttur og Ólöfu Höskuldsdóttur. Stúlkurnar æfa allar skák hjá Breiðablik undir leiðsögn Lenku Ptácníková stórmeistara. Við óskum þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur!
Hér sjást niðurstöður mótsins í flokki 1.-2. bekkjar: