Það er ekki skólahald á mánudag í Kársnesskóla þar sem verkfall stendur enn yfir, miklar líkur eru á að ekki verði heldur skóli á þriðjudag þar sem að gefa verður tíma til að þrífa skólann þegar skólaliðar koma til starfa. Stjórnendur funda nú til að skipuleggja skólastarfið þegar verkfallið leysist og sendum við foreldrum upplýsingar um það um leið og það liggur fyrir.